Í sameiningu

Með nýrri, ferskri og skýrri sýn á bæjarmálin ætlum við okkur í sameiningu að styrkja stöðu Kópavogs í röð fremstu sveitarfélaga landsins. Alvöru aðgerðir
í fjölskyldu-, skipulags-, atvinnu-, og menningarmálum.

STEFNUMÁLIN

1. sæti

Karen Elísabet Halldórsdóttir
bæjarfulltrúi

Ég býð mig fram á lista Miðflokksins og óháðra til að hafa áhrif á að skapa gott samfélag byggt á velferð, traustum gildum og aðkomu íbúanna. Það á ekki að vera svo flókið að mynda bæjarstjórn sem fyrst og fremst þjónustar íbúana, laus við sérhagsmunapólitík.

STEFNUMÁLIN

2. sæti

Geir Ólafsson
söngvari

Það var ekki fyrir séð að ég myndi birtast á lista Miðflokksins í Kópavogi. Að vel athuguðu máli þá er það hins vegar svo að bæjarstjórnir ættu að byggja á fólki víðsvegar úr samfélaginu, með fjölbreyttar áherslur og ólíka sýn á málin. Minn bakgrunnur og lífsgildi falla að þessu og ég býð mig því fram sem valkost í þá veru. 2. sæti.

STEFNUMÁLIN

3. sæti

Una María Óskarsdóttir
uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur

Víðtæk reynsla mín og þekking úr þingstörfum og sveitarstjórnarmálum er grunnur þess að ég býð mig fram með öllu því góða fólki sem er á lista Miðflokks og óháðra fyrir Sveitarstjórnarkosningar sem framundan eru í Kópavogi. Ótal mál liggja fyrir sem krefjast faglegrar reynslu og útsjónarsemi í málum sem ég hef þegar komið að. Íbúar Kópavogs, hvort sem er rótgrónir eða nýfluttir eiga að ganga að því vísu að kjörnir fulltrúar vinni að heilindum og leiðarljósið sé þjónusta við fjöslkyldur og einstaklinga. Leitum ávalt bestu leiða með almannaheill að leiðarljósi, það eru mín grunn gildi.

STEFNUMÁLIN

Við frambjóðendur Miðflokksins í Kópavogi erum hópur fólks með ólíkan bakgrunn en eigum sameiginlegt að vilja framfarir og réttlæti, að sé rétt haldið á spöðunum í stórum sem smáum málum og fjármagni ekki sóað í dýrar órökstuddar framkvæmdir.

Kíkið

í kaffi!

Verið velkomin á kosningaskrifstofu
okkar í Hamraborg 1, 3.hæð.
Opið 10-16 mán. - föst.
Einnig um helgar - sjá Viðburðir

Á kjördag bjóðum við akstur á kjörstað. Vinsamlega pantið á kopavogur@midflokkurinn.is eða í síma 555 4007.